The Dream Doctor er sakamálasaga eftir Arthur B. Reeve, þar sem spæjarinn Craig Kennedy er í aðalhlutverki. Sagan kom fyrst út árið 1913.
Bandaríski rithöfundurinn Arthur B. Reeve er hvað þekktastur fyrir sakamálasögur sínar af prófessornum Craig Kennedy og félaga hans, blaðamanninum Walter Jameson, en þeim félögum hefur verið líkt við Holmes og Watson. Halda margir því fram að Reeve hafi brotið blað í ritun sakamálasagna, einkum með áherslu sinni á að innleiða vísindi og tæknihyggju inn í sögur sínar; þar sé hann í raun fyrirrennari margra seinni tíma höfunda. Var hann mjög vinsæll á sínum tíma beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og á Englandi.